Forstjóri heilsugæslunnar í sóttkví

Óskar Reykdalsson.
Óskar Reykdalsson. Ljósmynd/Lögreglan

Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, er í sótt­kví eft­ir að hafa farið í fréttaviðtal.

„Ég er al­veg frísk­ur. Ég er bú­inn að fara í eitt próf og það var nei­kvætt,“ seg­ir hann, spurður út í líðan­ina.

Stutt er síðan Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn fór í sótt­kví eft­ir að hafa verið í viðtali á Rás 2 en þar kom smit upp hjá starfs­manni. 

Útlit er fyr­ir að Óskar losni úr sótt­kvínni á fimmtu­dag­inn þegar hann fer í sjö daga sýna­tök­una.

Hann seg­ir að ágæt­lega gangi að stjórna heilsu­gæsl­unni. Hann sé lokaður inni í her­bergi og að hann hafi gott fólk með sér í liði.

Fjög­ur smit hjá heilsu­gæsl­unni

Alls hafa fjór­ir starfs­menn heilsu­gæsl­unn­ar greinst með Covid-19 og eru þeir því í ein­angr­un, að sögn Óskars. Tíu eru í sótt­kví.

Upp­fært kl. 12.25:

Í upp­haf­legu frétt­inni kom fram að Óskar hefði smit­ast eft­ir að hafa farið í viðtal á Rás 2. Hið rétta er að Óskar fór í viðtal hjá frétta­manni á öðrum fjöl­miðli en fréttamaður­inn starfar einnig fyr­ir RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert