Hlutfallslega færri jákvæðir í einkennasýnatöku

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Þetta er svona aðeins upp og niður eins og við bú­umst við að sjá, það verða sveifl­ur milli daga og við för­um alltaf var­lega í að túlka ein­staka breyt­ur, hvort sem þær eru upp á við eða niður. Við þurf­um að sjá hvernig þró­un­in verður,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. 

38 inn­an­lands­smit kór­ónu­veiru greind­ust í gær. Þar af greind­ist 31 já­kvætt sýni í ein­kenna­sýna­tök­um.

„Það sem er já­kvætt í þessu er að það var tekið tals­vert meira af sýn­um í gær held­ur en dag­ana á und­an frá ein­stak­ling­um sem eru með ein­kenni, en þó það hafi verið þessi fjölg­un voru hlut­falls­lega færri með covid held­ur en hafði verið dag­inn á und­an,“ seg­ir Þórólf­ur. „Við þurf­um að sjá aðeins hvernig þetta þró­ast í dag og á morg­un og þurf­um að horfa til lengri tíma.“

Þórólf­ur seg­ir að meiri eft­ir­spurn hafi verið eft­ir ein­kenna­sýna­tök­um í gær og að við því hafi verið brugðist í dag með aukn­um af­köst­um.

„Við þurf­um aðeins að sjá hvernig það verður í dag hvort það verða fleiri sýni frá sjúk­ling­um með ein­kenni. Um 2% af sjúk­linga­sýn­un­um í gær sýndu merki um covid þannig að lang­flest af þeim voru nei­kvæð, svo það er eitt­hvað annað í gangi. Það eru aðrar pest­ir að skjóta upp koll­in­um.“

Ekk­ert með Frakka að gera al­mennt

Einn ein­stak­ling­ur hef­ur greinst með annað af­brigði veirunn­ar. „Þetta eru fyrst og fremst þess­ir tveir stofn­ar sem við höf­um verið að tala um und­an­farið og verið að kljást við,“ seg­ir Þórólf­ur. Ann­an stofn­inn má rekja til ferðamanna sem hingað komu frá Frakklandi og sagði Þórólf­ur á upp­lýs­inga­fundi í gær að „Frakka­veir­an“ væri yf­ir­gnæf­andi.

„Það hafði áður komið fram í fjöl­miðlum, þessi tengsl, og þess vegna greip ég nú svona til orða. Þetta hef­ur ekk­ert með Frakka al­mennt að gera. Það koma þess­ar veir­ur hér inn og það er kannski ekki aðal­atriðið. Eins og ég sagði í gær get­um við ekk­ert sagt til um hvort menn brutu þarna sótt­varn­ir, en við vit­um hins veg­ar að það gekk eitt­hvað erfiðlega að fá ein­stak­ling­ana til þess að fylgja leiðbein­ing­um, en hversu al­var­legt og mikið það var og hvort það voru virki­lega brot á ein­angr­un eða sótt­kví þori ég nú ekki að segja um.“

Þórólf­ur seg­ist ekki sjá ástæðu til þess að herða aðgerðar á þessu stigi. „Ég held að við þurf­um að bíða aðeins með það og eiga það uppi í erm­inni ef okk­ur sýn­ist að við séum að missa tök­in á þessu.“

Þá sé í skoðun hvort fram­lengja þurfi aðgerðir, en nú­gild­andi regl­ur gilda til og með 27. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert