Horfa til reynslu Framsóknarmanna

„Ég held að það verði afskaplega erfitt að ganga fram …
„Ég held að það verði afskaplega erfitt að ganga fram hjá eins ríkum vilja og kom fram í skoðanakönnuninni sem var gerð,“ segir Gauti Jóhannesson, spurður hvort útlit sé fyrir að sveitarfélagið muni heita Múlaþing.

Viðræður Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar um meiri­hluta í sveit­ar­stjórn í nýju sam­einuðu sveit­ar­fé­lagi á Aust­ur­landi, sem kennt hef­ur verið við Múlaþing, munu von­andi ekki taka lang­an tíma, að sögn Gauta Jó­hann­es­son­ar, odd­vita D-lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í sveit­ar­fé­lag­inu.

Gauti seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eigi ým­is­legt sam­eig­in­legt hvað varðar stefnu í nýju sveit­ar­fé­lagi. 

„Það sem blas­ir við er að tryggja að við vilj­um ein­henda okk­ur í það að þessi sam­ein­ing og þessi nýja stjórn­sýsla virki sem skildi. Í Fram­sókn­ar­flokkn­um er gríðarlega mik­il reynsla. Þar eru inn­an­borðs fólk sem kom að und­ir­bún­ingi þess­ar­ar sam­ein­ing­ar. Við horf­um tölu­vert mikið til þeirr­ar reynslu.“

Aust­urlist­inn stærri en Fram­sókn

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk fjóra menn inn af ell­efu í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um sem fóru fram um síðustu helgi. Þrír voru kosn­ir í sveit­ar­stjórn frá Aust­urlist­an­um, tveir frá Fram­sókn­ar­flokkn­um og einn frá Vinstri græn­um og einn frá Miðflokkn­um. 

Spurður hvort ekki hefði verið eðli­legra að hefja form­leg­ar viðræður við Aust­urlist­ann en Fram­sókn þar sem Aust­urlist­inn var næst stærst­ur seg­ir Gauti: 

„Ég veit  ekki hvað er eðli­legt og hvað ekki. Þetta var niðurstaðan sem við kom­umst að eft­ir að hafa lagst yfir mál­in.“

Ólík­legt að gengið verði fram hjá vilja fólks um Múlaþing

Mun niðurstaða liggja fyr­ir bráðlega?

„Ég von­ast til þess að þess­ar viðræður eigi ekki eft­ir að taka lang­an tíma. Við erum að ein­setja okk­ur það að nota næstu daga með það að mark­miði að klára mál­efna­samn­ing sem fyrst.“

Höfðu íbú­ar kosið í leiðbein­andi nafna­könn­un um nafnið Múlaþing fyr­ir sveit­ar­fé­lagið, en um er að ræða sam­einað sveit­ar­fé­lag Fljóts­dals­héraðs, Djúpa­vogs­hrepps, Borg­ar­fjarðar­hrepps og Seyðis­fjarðar­kaupstaðar. Niður­stöðurn­ar er ekki bind­andi en ný sveita­stjórn mun velja sveit­ar­fé­lag­inu nafn.

„Ég held að það verði af­skap­lega erfitt að ganga fram hjá eins rík­um vilja og kom fram í skoðana­könn­un­inni sem var gerð,“ seg­ir Gauti, spurður hvort út­lit sé fyr­ir að sveit­ar­fé­lagið muni heita Múlaþing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert