Ísland tekur þátt í að fjármagna kaup á bóluefni

Ísland og Noregur taka þátt í fjölþjóðasamstarfi með það markmið …
Ísland og Noregur taka þátt í fjölþjóðasamstarfi með það markmið að tryggja lágtekjuþjóðum bóluefnum. AFP

Íslensk stjórn­völd hafa ákveðið að taka þátt í sam­komu­lagi sem Norðmenn hafa gert um þátt­töku í sam­starfi ríkja um að tryggja öll­um þjóðum aðgang að bólu­efni við COVID-19 (CO­VAX). Nor­eg­ur og Ísland leggja í sam­ein­ingu fé til verk­efn­is­ins sem ger­ir kleift að fjár­magna kaup á allt að tveim­ur millj­ón­um bólu­efna­skammta fyr­ir lág­tekjuþjóðir. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn­inni.

Er þetta fjölþjóðasam­starf sem leitt er af Singa­púr og Sviss, en mark­miðið er að tryggja aðgang að ör­uggu og skil­virku bólu­efni fyr­ir alla. Önnur þátt­töku­lönd eru eru öll ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, Ástr­al­ía, Bret­land, Ísland, Ísra­el, Jap­an, Sádi-Ar­ab­ía, Nýja Sjá­land, Nor­eg­ur, Kat­ar, Suður-Kórea og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in.

Fram kem­ur að þátt­taka Íslands og Nor­egs sé liður í sam­starfi Evr­ópuþjóða þar sem aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins leggja sitt af mörk­um til að upp­fylla það mik­il­væga mark­mið að öll­um þjóðum heims verði tryggður aðgang­ur að bólu­efni, óháð efna­hag.

Fram­lag Íslands og Nor­egs til verk­efn­is­ins hljóðar upp á sjö millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, jafn­v­irði 967 millj­óna króna, sem jafn­gild­ir tveim­ur millj­ón­um skammta af bólu­efni. Þar af standa ís­lensk stjórn­völd straum af fjár­mögn­un á 100.000 bólu­efn­is­skömmt­um. Miðað við það er fram­lag Íslands um 50 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert