Katrín fékk neikvæðar niðurstöður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur fengið nei­kvæðar niður­stöður úr skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni. Hún er því ekki með Covid-19 sjúk­dóm­inn.

Frá þessu grein­ir ráðherr­ann í færslu á Face­book, þar sem hún seg­ist hafa fengið sím­tal þessa efn­is. Fyr­ir það sé hún þakk­lát.

„Hins veg­ar hef­ur ein­hver hefðbundn­ari flensa lagt hálft heim­ilið í rúmið. Við þreyj­um hana, feg­in og þakk­lát því að ekki er um sjálfa kór­ónu­veiruna að ræða,“ bæt­ir hún við.

Óhugn­an­legt að sjá hraðann

Fjöldi smita und­an­farna daga sé raun­veru­legt áhyggju­efni.

„Við verðum öll að gæta varúðar, mun­um að þvo okk­ur um hend­ur, spritta, gæta fjar­lægðar og gera allt sem við get­um sam­eig­in­lega til að berja niður þessa þriðju bylgju veirunn­ar. Það er óhugn­an­legt að sjá hraðann í dreif­ingu veirunn­ar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugn­an­legt að lesa og heyra um eftir­köst margra þeirra sem veikt­ust í vor,“ skrif­ar Katrín.

„Í flugi frá Eg­ils­stöðum í síðustu viku minnti flug­stjór­inn okk­ur öll á að spritta okk­ur og sagði að hann og hans fjöl­skylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarn­an viljað vera án þeirr­ar lífs­reynslu.

Þannig að kæru vin­ir, ger­um okk­ar besta í þessu verk­efni. Við höf­um hingað til sýnt ótrú­leg­an ár­ang­ur í bar­átt­unni við veiruna - og það mun­um við gera aft­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka