Ráðist var á karlmann á fertugsaldri

Lögreglan var með töluverðan viðbúnað í Árbænum fyrr í dag.
Lögreglan var með töluverðan viðbúnað í Árbænum fyrr í dag. mbl.is/Kristján

Sá sem flutt­ur var á slysa­deild eft­ir lík­ams­árás í Árbæn­um í dag er karl­maður á fer­tugs­aldri.

Áverk­ar hans eru ekki lífs­hættu­leg­ir, að sögn Stellu Mjall­ar Aðal­steins­dótt­ur lög­reglu­full­trúa, en grun­ur er um hnífstungu. 

Tveir karl­menn og ein kona voru hand­tek­in í tengsl­um við málið og gista þau fanga­geymsl­ur lög­regl­unn­ar. Ekki er búið að yf­ir­heyra þau.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert