Ræddu aldrei ótta á kynfæralimlestingum

Húsnæði Útlendingastofnunar.
Húsnæði Útlendingastofnunar. mbl.is/Hari

„Á engu stigi máls­ins var því borið við að um­sækj­end­ur óttuðust kyn­færalim­lest­ing­ar ef þeim yrði gert að snúa aft­ur til heima­lands og var sú máls­ástæða því ekki sér­stak­lega til um­fjöll­un­ar í niður­stöðu Útlend­inga­stofn­un­ar“, seg­ir í til­kynn­ingu frá Útlend­inga­stofn­un vegna máls hinn­ar egypsku Khedr fjöl­skyldu sem nú er í fel­um. 

Vísa átti fjöl­skyld­unni úr landi í síðustu viku en það tókst ekki og er dval­arstaður fjöl­skyldnn­ar enn ókunn­ur.

Lögmaður fjöl­skyld­unn­ar sagði í sam­tali við mbl.is í gær að í máli fjöl­skyld­unn­ar hafi ekki verið kannað hvort móðir og dótt­ir væru í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyr­ir kyn­færalim­lest­ingu. Þrátt fyr­ir það var í máli nr. 2018-02751, sem varðar aðra egypska fjöl­skyldu og tek­in var ákvörðun um í fyrra, fjallað ít­ar­lega um það hversu al­geng­ar kyn­færalim­lest­ing­ar eru í Egyptalandi.

Stefna og beiðni um flýtimeðferð var lögð fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir hönd fjöl­skyld­unn­ar í gær.

Ólík­ar ástæður þó upp­run­inn sé sá sami

Í fyrr­nefndri til­kynn­ingu bend­ir Útlend­inga­stofn­un á að ástæður þess að ein­stak­ling­ar telja sig þurfa á vernd að halda eru ólík­ar milli ein­stak­linga jafn­vel þótt þeir komi frá sama landi.

„Rík­is­borg­ar­ar sama lands geta til­heyrt ólík­um þjóðfé­lags­hóp­um, verið ólíkr­ar trú­ar, haft ólík­ar stjórn­mála­skoðanir, búið við ólík­ar fé­lags­leg­ar aðstæður og þar af leiðandi hafa at­b­urðir og al­mennt ástand ekki sömu áhrif á alla ein­stak­linga sama rík­is. Ávallt fer fram ein­stak­lings­bundið mat á aðstæðum hvers og eins.“

Í máli egypsku fjöl­skyld­unn­ar var um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grund­velli of­sókna á hend­ur fjöl­skyldu­föðurn­um, ekki á grund­velli hættu á kyn­færalim­lest­ingu.

„Þrátt fyr­ir þá meg­in­reglu flótta­manna­samn­ings­ins að ástæða um­sókn­ar sé bor­in fram af um­sækj­anda fer þó ávallt fram skoðun á aðstæðum í heimaríki, sem tek­ur til al­mennra þátta svo sem stjórn­ar­fars, mann­rétt­inda og fé­lags­legra aðstæðna. Á grund­velli slíkr­ar skoðunar er tekið til­lit til þess hvort kerf­is­bundn­ar of­sókn­ir eða al­mennt ástand í viðkom­andi ríki sé með þeim hætti að til­efni sé til þess að veita alþjóðlega vernd. Í ákvörðunum Útlend­inga­stofn­un­ar og úr­sk­urðum kær­u­nefnd­ar er vísað til þeirra heim­ilda, skýrslna og annarra upp­lýs­inga, sem liggja til grund­vall­ar niður­stöðunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert