Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ræða meirihluta

Seyðisfjörður var eitt fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem myndar nú …
Seyðisfjörður var eitt fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem myndar nú sameinaða sveitarfélagið Múlaþing.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í nýju sam­einuðu sveit­ar­fé­lagi á Aust­ur­landi, hafa ákveðið að taka upp form­leg­ar viðræður með það að mark­miði að mynda meiri­hluta í nýrri sveit­ar­stjórn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

„Ákvörðunin er tek­in í kjöl­far óform­legra viðræðna þar sem farið hef­ur verið yfir helstu mál­efna­áhersl­ur flokk­anna og framtíðar­sýn fyr­ir nýtt sveit­ar­fé­lag. Að teknu til­liti til  niður­stöðu þeirra viðræðna, þess trausts sem rík­ir milli full­trúa og sam­eig­in­legr­ar reynslu þeirra af sveit­ar­stjórn­ar­mál­um, þ.m.t. í aðdrag­anda sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­lag­anna, er ákvörðun um form­leg­ar viðræður tek­in. Full­trú­ar flokk­anna eru sam­mála um mik­il­vægi þess að mál­efna­samn­ing­ur liggi fyr­ir sem fyrst og að breyt­ing­ar í stjórn­sýslu nýs sveit­ar­fé­lags gangi fljótt og vel fyr­ir sig.“

Kosn­ing­ar til sveita­stjórn­ar fóru fram um síðustu helgi og fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fjóra full­trúa kjörna, Aust­urlist­inn þrjá, Fram­sókn tvo og Miðflokk­ur­inn og Vinstri græn einn full­trúa hvor. 

Höfðu íbú­ar kosið í leiðbein­andi nafna­könn­un um nafnið Múlaþing fyr­ir sveit­ar­fé­lagið, en um er að ræða sam­einað sveit­ar­fé­lag Fljóts­dals­héraðs, Djúpa­vogs­hrepps, Borg­ar­fjarðar­hrepps og Seyðis­fjarðar­kaupstaðar.

Niður­stöðurn­ar er ekki bind­andi en ný sveita­stjórn mun velja sveit­ar­fé­lag­inu nafn.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert