Ummæli Þórólfs um Frakkaveiru óheppileg

Ferðamenn við Dettifoss. Frönsku ferðamennirnir virtu ekki sóttvarnareglur.
Ferðamenn við Dettifoss. Frönsku ferðamennirnir virtu ekki sóttvarnareglur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við meg­um ekki vera að draga þjóðir í ein­hverja dilka út af svona til­fell­um,“ seg­ir Guðlaug M. Jak­obs­dótt­ir, for­seti stjórn­ar Alli­ance Française, spurð út í um­mæli Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is sem kallaði af­brigði kór­ónu­veirunn­ar Frakka­veiruna í gær. 

Um­mæli sótt­varna­lækn­is eru til­kom­in vegna þess að lang­flest smit sem hafa komið upp að und­an­förnu eru af sama af­brigði veirunn­ar og tveir fransk­ir ferðamenn greind­ust með í ág­úst. Ferðamenn­irn­ir fylgdu ekki sótt­varn­a­regl­um.

„Þetta eru ein­stak­ling­ar sem höguðu sér óá­byrgt og það er al­veg sama hvaðan þeir koma, þetta var bara óá­byrg hegðun,“ seg­ir Guðlaug um það. Um­mæli Þórólfs eru að henn­ar mati óheppi­leg. 

„Þessi Frakka­veira, sem við get­um kannski kallað svo, er yf­ir­gæf­andi svo­lítið núna,“ sagði Þórólf­ur í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 í gær.

Varaði við teng­ing­um við staði

Í lok ág­úst hvatti Alma D. Möller land­lækn­ir fólk til að forðast það að tengja veiruna við staði enda væri það óá­byrgt. Þá höfðu smit komið upp sem bæði tengd­ust Akra­nesi og hót­eli á Suður­landi. 

Eins og frægt er orðið hef­ur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ít­rekað kallað veiruna Kína­veiruna þar sem hún á ræt­ur sín­ar að rekja til Wu­h­an í Kína. Það hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni. Sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi kallaði veiruna einnig Kína­veiruna í tísti í júlí­mánuði og féll það illa í kramið hjá mörg­um Íslend­ing­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert