Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings hjá embætti forseta Íslands. Í starfinu felst undirbúningur og framkvæmd opinberra viðburða á vegum embættisins, aðstoð við ræðuskrif og framsetningu efnis á samfélagsmiðlum auk umsjónar með skráningu, vistun og skilum skjala. RÚV greinir frá þessu.
Alls sóttu 188 manns um starfið, þar á meðal fjöldi fjölmiðlamanna og lögfræðinga, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í mánuðinum.
Una hefur síðustu tvö ár starfað sem útsendur friðargæsluliði á vegum utanríkisráðuneytisins hjá skrifstofu Nató í Georgíu en áður var hún uppslýsingafulltrúi Nató í Kabúl. Hún hefur einnig unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu, mbl.is og á fréttastofu Stöðvar 2.