Una ráðin til forsetaembættisins

Una Sighvatsdóttir er nýr sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands.
Una Sighvatsdóttir er nýr sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Una Sig­hvats­dótt­ir hef­ur verið ráðin í stöðu sér­fræðings hjá embætti for­seta Íslands. Í starf­inu felst und­ir­bún­ing­ur og fram­kvæmd op­in­berra viðburða á veg­um embætt­is­ins, aðstoð við ræðuskrif og fram­setn­ingu efn­is á sam­fé­lags­miðlum auk um­sjón­ar með skrán­ingu, vist­un og skil­um skjala. RÚV grein­ir frá þessu.

Alls sóttu 188 manns um starfið, þar á meðal fjöldi fjöl­miðlamanna og lög­fræðinga, líkt og Viðskipta­blaðið greindi frá fyrr í mánuðinum.

Una hef­ur síðustu tvö ár starfað sem út­send­ur friðargæsluliði á veg­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hjá skrif­stofu Nató í Georgíu en áður var hún upp­s­lýs­inga­full­trúi Nató í Kabúl. Hún hef­ur einnig unnið sem blaðamaður á Morg­un­blaðinu, mbl.is og á frétta­stofu Stöðvar 2.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert