Viti sínu fjær af sorg

Réttað er yfir Gunnari Jóhanni í Vadsø í Noregi.
Réttað er yfir Gunnari Jóhanni í Vadsø í Noregi.

Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son, sem ákærður er fyr­ir að hafa orðið hálf­bróður sín­um, Gísla Þór Þór­ar­ins­syni, að bana í Mehamn í Nor­egi aðfaranótt 27. apríl í fyrra, kveðst hafa orðið viti sínu fjær af sorg og bræði í kjöl­far þess að hafa orðið þess áskynja að fyrr­ver­andi eig­in­kona hans og hálf­bróðir hans væru orðin svo náin sem raun bar vitni.

Þetta kom fram fyr­ir héraðsdómi í Vadsø við upp­haf aðalmeðferðar máls­ins í gær­morg­un. Gunn­ar seg­ist ekki hafa ætlað sér að ganga svo langt sem raun bar vitni, fyr­ir hon­um hefði ein­ung­is vakað að skjóta Gísla Þór skelk í bringu.

Hann neitaði að hafa myrt bróður sinn að yf­ir­lögðu ráði en játaði morð af gá­leysi. Gunn­ar játaði sök í öll­um öðrum ákæru­liðum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu  í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert