755 milljónum króna varið í fjárfestingar

Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins er lögð sérstök áhersla á …
Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins er lögð sérstök áhersla á að efla nýsköpun og tryggja rekstrargrundvöll sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. mbl.is/Arnþór

Mik­ill áhugi var á mót­fram­lagslán­um Stuðnings-Kríu en um­sókn­ar­frest­ur um veit­ingu lána rann út um nýliðna helgi. Alls sóttu 31 fyr­ir­tæki um lán og voru 26 um­sókn­ir samþykkt­ar. Alls verður 755 millj­ón­um króna varið í fjár­fest­ing­ar frá Stuðnings-Kríu í formi mót­fram­lagslána.

Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.

„Vegna mik­ils áhuga ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja á að nýta sér úrræðið voru heild­ar­um­sókn­ir um lán hærri en  sú fjár­hæð sem var til út­hlut­un­ar. Vegna þessa var nauðsyn­legt að lækka hlut­falls­lega (pro-rata) þær láns­fjár­hæðir sem hvert og eitt fyr­ir­tæki fékk miðað við um­sókn­ir. Skil­yrði fyr­ir þátt­töku Stuðnings-Kríu er að um­sækj­andi hafi tryggt sér sam­bæri­lega fjár­mögn­un  einka­fjár­festa í formi hluta­fjár eða lán­veit­ing­ar. Með fram­lagi Stuðnings-Kríu til fjár­mögn­un ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja sam­hliða fjár­mögn­un einka­fjár­festa hef­ur tæp­lega 1,4 millj­arður króna í heild verið varið til fjár­mögn­un­ar þess­ara til­teknu ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja á síðustu mánuðum,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna heims­far­ald­urs­ins er lögð sér­stök áhersla á að efla ný­sköp­un og tryggja rekstr­ar­grund­völl sprota- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Stuðnings-Kría er tíma­bundið stuðningsúr­ræði stjórn­valda til líf­væn­legra ný­sköp­un­ar- og sprota­fyr­ir­tækja sem vegna breyttra aðstæðna í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi ný­sköp­un­ar á heimsvísu í kjöl­far Covid-19 far­ald­urs­ins þurfa tíma­bundna aðstoð til að kom­ast yfir hjall­ann. 

Nán­ar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert