Banaslys á Hellissandi

mbl.is

Á ell­efta tím­an­um í morg­un barst lög­regl­unni á Vest­ur­landi til­kynn­ing um vinnu­slys á Hell­is­sandi á Snæ­fell­nesi. Einn maður lést í slys­inu. Þetta staðfest­ir yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi í sam­tali við mbl.is.

Slysið varð um klukk­an 10.30 í morg­un og var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar send á vett­vang. Lög­regl­an á Vest­ur­landi hyggst ekki veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert