Börn í sóttkví úr sex grunnskólum

Samtals eru 155 börn í 7. bekk í borginni í …
Samtals eru 155 börn í 7. bekk í borginni í sóttkví og 98 á yngsta stigi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur fengið frá Reykjavíkurborg eru samtals 320 nemendur í sex grunnskólum í sóttkví, þar af um 98 á yngsta stigi, 155 nemendur í 7. bekk og 46 á unglingastigi.

Þá eru 43 starfsmenn á grunnskólastigi í sóttkví, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

„Við reynum sífellt að lesa í aðstæður í samráði við sóttvarnayfirvöld hverju sinni og ákveðum út frá því hvaða form aðgerðir eigi að taka,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Met var slegið í fjölda sýnataka hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert