Breytingar þurfi ekki að vera sársaukafullar

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Nýr sam­starfs­samn­ing­ur allra flokka í bæj­ar­stjórn á Ak­ur­eyri leggst vel í Ásthildi Sturlu­dótt­ur bæj­ar­stjóra. Ásthild­ur sit­ur ekki í bæj­ar­stjórn en var ráðin fag­lega í embætti bæj­ar­stjóra við mynd­un meiri­hluta árið 2018 og mun sitja áfram und­ir sam­eig­in­leg­um meiri­hluta allra flokka.

Framund­an eru mikl­ar hagræðing­araðgerðir í rekstri, en greint var frá því í Morg­un­blaðinu í morg­un að út­lit væri fyr­ir þriggja millj­arða króna halla á rekstri bæj­ar­sjóðs á ár­inu. Þær aðgerðir sem fyr­ir­hugað er að ráðast í eru tí­undaðar í sam­starfs­sátt­mála flokk­anna sem birt­ur var í gær og er af nógu að taka.

Ásthild­ur seg­ir sam­starf flokk­anna í bæj­ar­stjórn hafa gengið mjög vel á kjör­tíma­bil­inu og að kjörn­ir full­trú­ar hafi verið sam­taka um flest mál. Hún vill þó aðspurð ekki segja til um hvort það kunni að hjálpa til að bæj­ar­stjór­inn sitji ekki í bæj­ar­stjórn og sé laus við flokka­drætti.

Auka tekj­ur og minnka út­gjöld

Spurð hvernig henni lít­ist á að þurfa að ráðast í niður­skurð, seg­ir Ásthild­ur að all­ar breyt­ing­ar geti verið sárs­auka­full­ar. „En þær þurfa ekki að vera það ef menn fara rétt að. Bæj­ar­stjórn­in hef­ur sett upp verk­efna­lista og nú þurf­um við að gera sem best úr hon­um.“

Fjár­hags­áætl­un bæj­ar­ins fyr­ir næsta ár ligg­ur ekki fyr­ir, en henn­ar er að vænta í nóv­em­ber. Því seg­ir Ásthild­ur að ekki sé hægt að segja til um að svo stöddu hversu mikl­um halla megi gera ráð fyr­ir á næsta ári, ef ein­hverj­um.

Bæjarstjórn Akureyrar eftir undirritun samstarfssáttmálans í gær.
Bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar eft­ir und­ir­rit­un sam­starfs­sátt­mál­ans í gær. Ljós­mynd/​Aðsend

Meðal aðgerða sem nefnd­ar eru í sam­komu­lagi bæj­ar­stjórn­ar eru að draga úr hús­næðis­notk­un sveit­ar­fé­lags­ins með því að sam­nýta eða selja hús­næði, ein­falda stjórn­sýslu og sam­eina svið, end­ur­skoða laun bæj­ar­full­trúa, bæj­ar­stjóra og sviðsstjóra og meta hvaða ólög­bundnu verk­efn­um á að hætta eða draga úr.

Spurð hvaða aðgerðir Ásthild­ur telji þýðing­ar­mest­ar til að rétta út kútn­um, seg­ir Ásthild­ur að stærstu skref­in verði að auka ra­f­ræna þjón­ustu, sem vænt­an­lega skil­ar sér í upp­sögn­um, auka tekj­ur og að losa bæ­inn und­an rekstri öldrun­ar­heim­ila.  Það síðast­nefnda er á áætl­un en viðbúið er að rekst­ur­inn fær­ist á hend­ur Heil­brigðis­stofn­un­ar Norður­lands um ára­mót.

Ekk­ert svig­rúm er til að hækka út­svars­pró­sentu á Ak­ur­eyri, sem er 14,52% eða í lög­bundnu há­marki. Spurð hvort tekju­aukn­ing sveit­ar­fé­lags­ins feli í sér að aðrir skatt­ar verði hækkaðir, seg­ir Ásthild­ur svo ekki endi­lega vera. Það verði að koma í ljós. „Það má líka reyna að fjölga íbú­um,“ seg­ir hún þegar blaðamaður spyr hvernig eigi að fara að því að auka tekj­ur öðru­vísi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert