Engar áhyggjur af aðhaldsleysi

„Það er ærið verkefni fram undan og þegar fleiri hendur …
„Það er ærið verkefni fram undan og þegar fleiri hendur leggjast á árarnar þá er ég á því að betur muni ganga,“ segir Eva Hrund um samstarfið. mbl.is/Sigurður Bogi

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins á Ak­ur­eyri, sem sat í gamla minni­hluta Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar sem nú heyr­ir sög­unni til, hef­ur mikla trú á að sam­starf allra flokka muni hjálpa til við erfiðan rekst­ur bæj­ar­ins og hef­ur eng­ar áhyggj­ur af því að skort­ur verði á aðhaldi nú þegar eng­inn minni­hluti er til staðar. Með breyt­ing­unni dreif­ist ábyrgð og vinna á fleiri hend­ur, að sögn Evu. 

Eins og mbl.is greindi frá í gær hafa all­ir flokk­ar í bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­arbæj­ar komið sér sam­an um að starfa sam­an að stjórn bæj­ar­fé­lags­ins það sem eft­ir lif­ir kjör­tíma­bils­ins.

Eva jánk­ar því að staða Sjálf­stæðis­flokks­ins styrk­ist við þessa breyt­ingu. „Við erum að taka við for­mennsku í skipu­lags­ráði, frí­stundaráði og erum að fara inn í stjórn Fall­orku og Menn­ing­ar­fé­lags Ak­ur­eyr­ar.“

Ekki þannig að „all­ir þurfi að vera sam­mála

Sam­starfs­sátt­máli á milli flokk­anna hef­ur verið und­ir­ritaður og birt­ur en hann er um margt ólík­ur mál­efna­samn­ingi L-lista, Sam­fylk­ing­ar og Fram­sókn­ar sem mynduðu áður meiri­hluta þó þeir samn­ing­ur­inn og sátt­mál­inn eigi ým­is­legt sam­eig­in­legt. Í sam­starfs­sátt­mál­an­um er stefnt að sjálf­bær­um rekstri og sókn­ar á íbúa- og at­vinnu­markaði. Þá er því heitið að hags­mun­ir barna og ung­menna verði sett­ir í for­gang og viðkvæm­ir hóp­ar sam­fé­lags­ins verði varðir. 

Spurð hvort hún hafi ekki áhyggj­ur af því að aðhald muni vanta þegar bæj­ar­stjórn­in skipt­ist ekki í meiri- og minni­hluta seg­ir Eva:

„Ég hef eng­ar áhyggj­ur af því að það verði ekki aðhald. Við erum auðvitað öll með okk­ar skoðanir og vinn­um eft­ir ákveðnum gild­um og stefn­um okk­ar flokka. Við mun­um passa upp á það. Við höf­um bara líka gert samn­ing þess efn­is að ef við erum ekki sam­mála ein­hverj­um mál­um þá sitj­um við hjá í þeim mál­um og get­um bókað um það hvers vegna við sitj­um hjá. Þetta er ekki þannig sam­starf að all­ir þurfi að vera sam­mála um öll mál.“

Eva Hrund Einarsdóttir er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem áður var í …
Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir er bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins sem áður var í minni­hluta.

Ekk­ert annað í stöðunni

Ef áfram verða ólík­ar skoðanir í bæj­ar­stjórn­inni, hvers vegna skipt­ir þá máli að all­ir flokk­ar séu í sam­starfi? 

„Í lang­flest­um verk­efn­um erum við sam­mála en þetta dreif­ir líka ábyrgð og verk­efn­um á fleiri hend­ur. Það sem við telj­um líka vera styrk­ingu er að bæj­ar­full­trú­ar verða for­menn í öll­um nefnd­um, það leiðir af sér teng­ingu í bæj­ar­stjórn úr öll­um nefnd­um. Auðvitað eru alltaf kost­ir og gall­ar í stöðunni en ég taldi kost­ina vera mun fleiri en veik­leik­ana við að fara í svona sam­starf. Líka á þess­um tím­um, þegar rekstr­arstaðan er svona erfið og óvissu­tím­ar framund­an,“ seg­ir Eva. 

„Ef ég hefði ekki trú á því hefði ég ekki farið í þetta sam­starf svo ég hef mikla trú á því að þetta sam­starf eigi eft­ir að hjálpa. Það er ærið verk­efni fram und­an og þegar fleiri hend­ur leggj­ast á ár­arn­ar þá er ég á því að bet­ur muni ganga. Við höf­um unnið vel sam­an á þessu kjör­tíma­bili. Það rík­ir traust á milli okk­ar og nú er staðan á rekstri bæj­ar­ins þannig að ég held að það hafi ekk­ert annað verið í stöðunni en að all­ir kæmu að borðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert