Landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir tveimur árum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir tveimur árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins ákvað á fundi sín­um á miðviku­dag að fresta lands­fundi, sem halda átti dag­ana 13.-15. nóv­em­ber, til næsta árs.

Ástæða frest­un­ar fund­ar­ins er COVID-far­ald­ur­inn og þær tak­mark­an­ir sem eru í gildi á fjölda fólks sem koma mega sam­an.

Ákvörðun um dag­setn­ingu fund­ar­ins verður tek­in síðar en stefnt er að því að halda hann á fyrri hluta árs 2021, að því er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn grein­ir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert