Lögmaður bjartsýnn á að gáleysi verði dæmt

Bjørn Gulstad er lögmaður Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hér er hann …
Bjørn Gulstad er lögmaður Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hér er hann fyrir utan réttarsal í Vadsø í Noregi í gær, á tali við fjölmiðla. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

„Ég er þess full­viss að dóm­end­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að þarna hafi verið um hreint slys að ræða og Gunn­ar hafi ekki ætlað sér að ráða hálf­bróður sín­um bana.“

Þetta sagði Bjørn Andre Gulstad, verj­andi Gunn­ars Jó­hanns Gunn­ars­son­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi.

Aðalmeðferð í máli Gunn­ars, sem ákærður er fyr­ir að hafa skotið hálf­bróður sinn, Gísla Þór Þór­ar­ins­son, til bana að morgni laug­ar­dags­ins 27. apríl í fyrra, í Mehamn, einni af nyrstu byggðum Nor­egs, var fram haldið í gær í Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø.

„Ekk­ert af því sem hann hef­ur lagt fram kem­ur mér neitt á óvart,“ sagði Gulstad, innt­ur eft­ir því hvort Tor­stein Lindquister, sem sæk­ir málið fyr­ir hönd héraðssak­sókn­ara Troms og Finn­merk­ur, hafi lagt fram ein­hver gögn í mál­inu sem veiki málstað Gunn­ars Jó­hanns og verj­anda hans.

„Þetta var slys“

„Skjól­stæðing­ur minn á um veru­lega sárt að binda, það sem gerðist í Mehamn var slys eins og hann greindi rétt­in­um skýrt frá í framb­urði sín­um í gær,“ sagði verj­and­inn og vísaði þar til tæp­lega þriggja klukku­stunda framb­urðar­skýrslu Gunn­ars Jó­hanns fyr­ir Kåre Skog­nes héraðsdóm­ara og tveim­ur meðdóm­end­um hans síðdeg­is á mánu­dag.

„Þau gögn sem [norska rann­sókn­ar­lög­regl­an] Kripos mun leggja fram á morg­un [í dag] munu enn frem­ur renna stoðum und­ir sak­leysi Gunn­ars, ég treysti því full­kom­lega að lög­regl­an hafi gengið þar hreint til verks. Gunn­ar ætlaði sér ekki að ráða bróður sinn af dög­um, ætl­un hans var að skjóta hon­um skelk í bringu og fá hann til að enda sam­band sitt við barn­s­móður og fyrr­ver­andi eig­in­konu Gunn­ars, þar lá ásetn­ing­ur hans og hvergi ann­ars staðar.“

Í mesta lagi sex ár

Seg­ist Gulstad vænta þess að dóm­ur­inn yfir Gunn­ari hljóði upp á sex ár í mesta lagi, ekki mann­dráp af ásetn­ingi sem ákæra Lindquister krefst.

Mette Yvonne Lar­sen, rétt­ar­gæslumaður Elenu Unde­land og barna þeirra Gunn­ars Jó­hanns, lét í veðri vaka í sam­tali við mbl.is í lok janú­ar að Gunn­ar hlyti 14 ára dóm hið minnsta, menn kæmu ekki á vett­vang með hagla­byssu nema þeim gengi mis­gott til.

„Þú kem­ur ekki með hlaðið skot­vopn ef þú ætl­ar ekki að gera neitt,“ sagði Lar­sen á sín­um tíma við mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert