Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

Frá ríkisráðsfundi á gamlársdag á síðasta ári.
Frá ríkisráðsfundi á gamlársdag á síðasta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með mest fylgi stjórn­mála­flokka á Alþingi eða 25,6%.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá könn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu MMR.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist rúm­lega einu og hálfu pró­sentu­stigi hærra en við síðustu mæl­ingu MMR, sem gerð var í ág­úst.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist 51,0%, og er tæpu pró­sentu­stigi meira en við síðustu mæl­ingu.

Þrátt fyr­ir það dregst fylgi Vinstri grænna sam­an og mæl­ist nú 8,5%, en mæld­ist 9,6% í síðustu könn­un.

Pírat­ar næst­stærst­ir

Pírat­ar mæl­ast næst­stærst­ir með 15,0% fylgi, tæpu pró­sentu­stigi meira en við síðustu mæl­ingu.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur á sama tíma dreg­ist sam­an um tvö pró­sentu­stig frá síðustu mæl­ingu og mæl­ist nú 12,8%.

Fylgi Miðflokks­ins jókst hins veg­ar um tæp­lega þrjú pró­sentu­stig frá síðustu könn­un og mæl­ist nú 10,8%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert