Viðar Guðjónsson
Flugumferð um flugumsjónarsvæði Íslands er tæplega þriðjungur af því sem hún var á sama tíma árið 2019. Bæði er um að ræða fragtflug og farþegaflug.
Flugumferð á Schengen-svæði Evrópu nálgast hins vegar um 50% af því sem hún var fyrir veirufaraldurinn, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra hjá Isavia.
Sem dæmi má taka að heildarflugumferð á flugstjórnarvæði Íslands var um 540 ferðir 17. september 2019 en 17. september síðastliðinn fóru 197 vélar um svæðið. Flugstjórnarsvæði Íslands er gríðarstórt eða um 5,4 milljónir ferkílómetra og nær frá vesturhluta Noregs að austurströnd Kanada og frá norðurhluta Skotlands að norðurpólnum.
Þegar eingöngu er einblínt á flugferðir til og frá Íslandi þá voru þær 47 hinn 17. september síðastliðinn en 197 á sama tíma fyrir ári. Heildarflugumferð um Ísland er því tæplega fjórðungur þess sem hún var fyrir ári.