Þingsetning 1. október

Frá þingsetningu í september í fyrra.
Frá þingsetningu í september í fyrra. mbl.is/Hari

Starfs­áætl­un fyr­ir 151. lög­gjaf­arþing hef­ur verið samþykkt af for­sæt­is­nefnd. Þing­setn­ing verður fimmtu­dag­inn 1. októ­ber og stefnuræða for­sæt­is­ráðherra og umræður um hana að kvöldi sama dags.

Fyrsta umræða um fjár­laga­frum­varp 2021 og fyrri umræða um fjár­mála­áætl­un verða aðal­mál 2. viku þings­ins og hefst umræðan mánu­dag­inn 5. októ­ber, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert