Brunarústir við Bræðraborgarstíg nágrönnum til ama

Þannig er umhorfs á Bræðraborgarstíg.
Þannig er umhorfs á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er bæði ljótt og drungalegt. Svo er mikil lykt sem leggur frá húsinu þegar rignir og manni þætti vænt um að þetta yrði tekið niður sem fyrst.“

Þetta segir Gréta S. Guðjónsdóttir sem býr nærri húsinu á Bræðraborgarstíg 1 sem varð eldsvoða að bráð í júní með þeim afleiðingum að þrír létust og tveir slösuðust alvarlega.

Lögreglu hafa borist frumdrög að skýrslu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem m.a. kemur fram hvort óleyfisframkvæmdir hafi farið fram í húsinu. Hún verður kynnt á næstu vikum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert