Ekið á reiðhjólamann í Breiðholti

Það kennir ýmissa grasa í dagbókarfærslu lögreglunnar..
Það kennir ýmissa grasa í dagbókarfærslu lögreglunnar.. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mjög mikið var um aðstoðarbeiðnir á liðnum degi að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í dagbók lögreglu kemur meðal annars fram að ekið hafi verið á reiðhjólamann í Breiðholti. Maðurinn hlaut minniháttar meiðsl og leitaði sjálfur læknisaðstoðar.

Þá voru tveir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og ein kona til viðbótar vegna gruns um ölvunarasktur. Hún hafði áður verið svipt ökuleyfi fyrir svipuð brot.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun úti á Granda og hafði lögreglan hendur í hári þjófsins. Honum var gert að skila þýfinu til verslunarinnar.

Þá hafði lögregla afskipti af pari í austurbæ Reykjavíkur en til átaka hafði komið á milli konu og karlmanns. Bæði voru með lítilsháttar áverka og er karlmaðurinn í haldi lögreglu vegna málsins þar sem ekki var unnt að yfirheyra manninn vegna ástands hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert