Erfiðum vetri fylgir uppstokkun

Í smíðum Íslandshótel Lækjargötu.
Í smíðum Íslandshótel Lækjargötu. Ljósmynd/Stella Andrea

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í tilefni af útgáfu Fjármálastöðugleika að mikilvægt væri að bankarnir notuðu tækifærið og endurskipulegðu útlán. Spáir Seðlabankinn auknu atvinnuleysi í haust eftir því sem áhrif kreppunnar magnast.

Óumflýjanlegt er að styrkja þurfi ferðaþjónustuna svo hún lifi af faraldur kórónuveirunnar. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Líklega sé ekki úr vegi að tala um leiðréttingu, og ferðaþjónustan þurfi leiðréttingu á skuldum. Að öðrum kosti verði fyrirtæki tekin yfir á brunaútsölu. Það hafi verið ljóst frá upphafi að ráðast þyrfti í róttækar aðgerðir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Markmið stjórnvalda óljóst

Hann segir óljóst hvert markmið stjórnvalda er með hertum aðgerðum gegn veirunni. Óvissan sé að aukast, ekki minnka. „Ef markmiðið er að loka landinu fyrir veirunni, þ.e. hafa veirufrítt land, til þess að við getum þá lifað sæmilega eðlilegu lífi innan landsins, þá þarf að segja það og gera ráðstafanir í samræmi við það,“ segir Sigmundur í samtali við blaðið í dag.

„Þá gætu til dæmis ferðaþjónustufyrirtæki gert sínar ráðstafanir út frá því og stjórnvöld komið til móts við þau í samræmi við þá stöðu. En eins og þetta hefur þróast seinni part sumars og í haust þá eru menn í viðvarandi óvissu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert