Skot hljóp úr byssunni er hún var látin falla á gólf við prófanir

Fyrir rétti. Øivind Strand skotvopnasérfræðingur, Arvid Bjelkåsen blóðferlasérfræðingur og Tore …
Fyrir rétti. Øivind Strand skotvopnasérfræðingur, Arvid Bjelkåsen blóðferlasérfræðingur og Tore Walstad fingrafarasérfræðingur, allir frá Kripos, ræða eiginleika haglabyssunnar við Bjørn Gulstad verjanda. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Þrír sér­fræðing­ar norsku rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar Kripos komu fyr­ir Héraðsdóm Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø í gær og báru þar auk ann­ars vitni um skot­vopnið, sem Gunn­ari Jó­hanni Gunn­ars­syni er gefið að sök að hafa beitt þegar hálf­bróðir hans, Gísli Þór Þór­ar­ins­son, varð fyr­ir hagla­skoti sem dró hann til dauða snemma morg­uns 27. apríl í fyrra.

Fyr­ir dóm­inn komu þeir Øivind Strand skot­vopna­sér­fræðing­ur, Ar­vid Bj­elkå­sen blóðferla­sér­fræðing­ur og Tore Walstad fingrafara­sér­fræðing­ur, all­ir frá Kripos, en auk þess vitnaði lækn­ir um áverk­ana á lík­ama Gísla Þórs heit­ins og fylgdu því mynd­ir af Gísla ör­end­um sem lögðust mis­jafn­lega í viðstadda.

Galli á ör­ygg­is­lás

Sú niðurstaða Kripos-manna, sem óum­deil­an­lega má telja þunga­miðju framb­urðar þeirra, var að galli hefði reynst á ör­ygg­is­lás byss­unn­ar sem gerði það að verk­um að skot hefði, sam­kvæmt tug­um skot­vopna­próf­ana hjá Kripos, getað hlaupið af byss­unni án þess að tekið væri í gikk henn­ar. Tókst skot­vopna­sér­fræðing­um Kripos að hleypa skoti af byss­unni með því að láta hana falla á gólf úr um það bil tutt­ugu senti­metra hæð. Lenti byss­an á gólf­inu í lá­réttri stöðu, en ekki með hlaupið á und­an, var unnt að hleypa af henni skoti án þess að komið væri við gikk­inn.

Bjørn Andre Gulstad, verj­andi Gunn­ars Jó­hanns, þrá­sp­urði þá Kripos-menn í rétt­ar­hléi út í niður­stöður þeirra og notaði súkkulaðistykki til að sýna af­stöðu hagla­byss­unn­ar við fall á ímyndaðan gólf­flöt.

Snörp orðasenna

Steig Tor­stein Lindquister sak­sókn­ari þá fram og sagði að verj­anda væri óheim­ilt að spyrja vitni út í tækni­leg atriði, sem snertu vitn­is­b­urð þeirra, í rétt­ar­hléi, það væri hon­um ein­ung­is heim­ilt fyr­ir sett­um rétti. Var Gulstad ekki sam­mála sak­sókn­ara og kom til snarpr­ar orðasennu milli þeirra, ekki í fyrsta sinn síðan aðalmeðferð máls­ins hófst á mánu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert