Egypska Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni fjölskyldunnar.
Í henni segir að kærunefnd útlendingamála fallist á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku.
Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði á mánudag eftir upplýsingum um ferðir foreldranna beggja og fjögurra barna þeirra.
Til stóð að deildin myndi fylgja fjölskyldunni úr landi þann 16. september, eftir úrskurð Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi.
Fjölskyldan var ekki á fyrirframákveðnum stað þar stoðdeild hugðist fylgja henni úr landi, og hefur brottvísun hennar verið mikið mótmælt.