Ný samkeppni um Fossvogsbrú

Hugmynd um brú yfir Fossvoginn.
Hugmynd um brú yfir Fossvoginn.

Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa ákveðið að hafna öllum umsóknum um þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog, sem efnt var til í fyrra. Ný hönnunarsamkeppni verður auglýst í næsta mánuði.

Forsaga málsins er sú að 20. desember 2019 voru opnaðar umsóknir um þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog og sóttu 17 aðilar um. Niðurstaða forvalsins var tilkynnt umsækjendum hinn 24. janúar 2020 og voru sex hönnunarteymi valin til þátttöku.

Tvær kærur bárust kærunefnd útboðsmála vegna forvalsins og 6. júlí 2020 felldi nefndin úr gildi ákvörðun um val á þátttakendum í forvalinu á þeim forsendum að skilmálar útboðsgagnanna samrýmdust ekki ákvæðum laga um opinber innkaup.

Með bréfi hinn 5. ágúst 2020 dró verkkaupi ákvörðun um val á þátttakendum til baka í samræmi við úrskurð kærunefndar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert