Ekki náttúrulögmál að dýrt sé að búa á Íslandi

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, segir ekki náttúrulögmál að dýrt sé …
Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, segir ekki náttúrulögmál að dýrt sé að búa á Íslandi. Það sé pólitísk ákvörðun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar kjós­end­ur ganga að kjör­borðinu að ári verða nöfn nokk­urra flokka kjör­seðlin­um. Kjós­end­ur geta hins veg­ar aðeins veitt Alþingi umboð til að mynda tvenns kon­ar rík­is­stjórn: Ann­ars veg­ar að gefa þeim flokk­um umboð sem vilja fram­lengja rík­is­stjórn kyrr­stöðu og sér­hags­muna, og hins veg­ar að gefa þeim flokk­um umboð sem þora að taka stór skref til að brjóta nú­ver­andi stjórn­ar­mynst­ur upp og mynda rík­is­stjórn fyr­ir fjöld­ann, þar sem miðja stjórn­mál­anna verður kjöl­fest­an og frjáls­lyndið þráður­inn.

Þetta sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, í setn­ing­ar­ræðu sinni á landsþingi flokks­ins.

Ekki nátt­úru­lög­mál að dýrt sé að búa á Íslandi

Þor­gerður sagði sýn Viðreisn­ar skýra: Það eigi ekki að vera svona dýrt að vera Íslend­ing­ur. „Er það óhjá­kvæmi­legt að ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur þurfi að greiða mun meira fyr­ir mat en fjöl­skyld­ur í öðrum lönd­um? Nei, þetta er af­leiðing póli­tískr­ar hug­mynda­fræði gömlu flokk­anna – vegna krón­unn­ar og sam­keppn­is­hindr­ana. Þessu get­um við breytt. Þessu munu íhalds­flokk­ar ekki breyta. Lækk­um mat­væla­verð, tök­um upp evru og ríf­um niður tollamúr­ana.“

„Og hvers vegna er það langt­um dýr­ara að eign­ast hús­næði á Íslandi en í ná­granna­lönd­un­um? Þarf það að vera þannig? Svarið við því er ein­fald­lega nei. Hætt­um að láta ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur ein­ar um það að marg­borga hús­næði sitt, verj­um þær gegn sveifl­um og leggj­um krón­unni. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að það sé dýrt að búa á Íslandi. Það er póli­tísk ákvörðun. Og um þessa sýn og þessi gildi snú­ast næstu kosn­ing­ar.“

Þá sagði Þor­gerður að við gæt­um ekki beðið leng­ur með að setja full­an kraft í að bregðast við lofts­lags­breyt­ing­um og að á Íslandi væru öll tæki­færi til að verða framúrsk­ar­andi í orku­skip­um. „Verða græn­asta land í heimi. Því lofts­lags­mál­in/​um­hverf­is­mál­in eru efna­hags­mál, vel­ferðar­mál, at­vinnu­mál, fjöl­skyldu­mál, framtíðar­mál. Í raun lífs­ins spurs­mál. Í mín­um huga eru þau ekki einn mála­flokk­ur held­ur sýn sem þarf að flétta inn í alla okk­ar stefnu og aðgerðir.“

Sinni kröf­um neyt­enda átt­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar

„Og talandi um um­hverf­is­mál. Neyslu­hætt­ir hafa ger­breyst á und­an­förn­um árum en ís­lenska land­búnaðar­kerfið er enn að sinna kröf­um neyt­enda átt­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Það er eitt­hvað bogið við það þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neyt­enda en á sama tíma ein slök­ustu kjör­in til bænda í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Ég á mér þann draum eins og marg­ir fleiri að sjá ís­lenska land­búnaðarfram­leiðslu dafna. En það eru hindr­an­ir í veg­in­um. Til þess þarf stærri markað. Til þess þarf sam­keppn­is­hæfa mynt. Til þess þarf græn­ar áhersl­ur. Og til þess þarf meiri markaðslausn­ir og minni for­sjár­hyggju. Þessu get­um við breytt.“

Úrslita­bar­átta um sam­eign þjóðar­inn­ar

Hvað sjáv­ar­út­veg­inn varðar sagði Þor­gerður þjóðina standa frammi fyr­ir einu stærsta hug­mynda­fræðilega deilu­máli fortíðar og nútíðar: hvernig auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá eigi að líta út.

„Ágrein­ing­ur­inn er fólg­inn í því hvort hug­mynd­in um sam­eign þjóðar­inn­ar verður virk eða óvirk, hvort hún verði orðin tóm eða veru­leiki. Og hér er lín­an á milli okk­ar og rík­is­stjórn­ar­flokk­anna skörp. Afar skörp. Við stönd­um frammi fyr­ir úr­slita­bar­áttu í þessu gríðarlega hags­muna­máli. Það eru tutt­ugu ár síðan all­ir flokk­ar á Alþingi tóku ákvörðun um að setja í stjórn­ar­skrá ákvæði um gjald fyr­ir tíma­bund­in af­not. Síðan þá hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír hlaupið eins og fæt­ur toguðu frá þess­ari sam­stöðu, vegna sér­hags­munaþrýst­ings. Nú virðast flokk­arn­ir hafa lofað út­gerðinni að koma stjórn­ar­skrárá­kvæði án tíma­bind­ing­ar veiðirétt­ar í gegn. Það er bara ein leið til að stöðva þessa sér­hags­muna­gæslu og tryggja hér al­manna­hags­mun­ina. Hún felst í því að koma í veg fyr­ir að stjórn­ar­flokk­arn­ir ásamt Miðflokkn­um fái meiri­hluta eft­ir kosn­ing­ar til að staðfesta þess­ar breyt­ing­ar.“

Sagði Þor­gerður að verði sam­stöðu þess­ara fjög­urra flokka ekki sundrað í næstu kosn­ing­um sé hætta á að hug­mynd­in um auðlind­ir í al­manna­eigu verð af­greidd út af borðinu í eitt skipti fyr­or öll. „Úrslita­orr­ust­an í þessu máli verður háð næsta árið.“

Ekki eitt orð um að gæta rétt­inda barna á flótta

 „Það er síðan auðvitað bros­legt að fylgj­ast með því þegar ungt hug­sjóna­ríkt fólk set­ur fram beitta gagn­rýni á sjáv­ar­út­vegs­kerfið. Þá ær­ast þing­menn og aðrir fót­gönguliðar Sjálf­stæðis­flokks­ins og stíga fram af heil­agri vand­læt­ingu. Þá skal sko látið finna fyr­ir sér. Þá er steytt­ur hnef­inn. En á sama tíma ekki eitt orð um að gæta rétt­inda barna á flótta. Ekki eitt orð. Ekki einu sinni frá ungliðahreyf­ingu flokks­ins. Enda voru skipt­in þau að stefna Sjálf­stæðis- Miðflokks­ins, um­lyk­ur flótta­manna og mann­rétt­inda­mál­in meðan að for­sjár­hyggja VG ræður heil­brigðismál­un­um.“

Þá spurði Þor­gerður hversu oft við hefðum átt sam­töl um þær um­bæt­ur sem við telj­um að séu mik­il­væg­ar og fengið svör frá hags­muna­hóp­um, póli­tísk­um and­stæðing­um og lobbý­ist­um að það séu ekki tíma­bær­ar breyt­ing­ar. „Nú er sko ekki rétti tím­inn.“

 „Það er þægi­legra að segja seinna en að viður­kenna fyr­ir sjálf­um sér og öðrum að það standi aldrei til að hver maður eigi eitt at­kvæði í kosn­ing­um. Það er þægi­legra að segja seinna en nei við því að að þjóðin fái að njóta afrakst­urs sam­eig­in­legr­ar auðlind­ar með sann­gjörn­um auðlinda­gjöld­um. Það er held­ur aldrei rétti tím­inn til að ræða gjald­miðil­inn. Eða veita þjóðinni sjálfri val um stöðu Íslands meðal Evr­ópuþjóða.“

„Ekki núna, seinna” segja þau. En þá spyr ég – hvenær? Hvenær treysta þau sér til að tala um þessa hluti og taka þessi stóru skref? Og af hverju halda póli­tísk­ir and­stæðing­ar okk­ar að þeir hafi dag­skrár­vald yfir okk­ur? Er ekki sönn­un­ar­byrðin á þeim? Gleym­um ekki að sam­fé­lag snýst um fólk - ekki kerfi eða hags­muni fárra. Um það munu næstu kosn­ing­ar snú­ast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert