Féll af rafskutlu og fluttur á bráðdeild

Maður var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild til aðhlynningar eftir að hafa fallið af rafskutlu skömmu eftir miðnætti.

Slysið varð í Vesturbænum, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bifreið var stöðvuð á Reykjanesbraut á fjórða tímanum í nótt. Ökumaðurinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi en um ítrekað brot var að ræða.

Upp úr klukkan eitt í nótt var bifreið stöðvuð á Bústaðavegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um svipað leyti var bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi og er ökumaðurinn einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert