Greiddu markaðsverð fyrir kvótann

Togarar Samherja á Pollinum á Akureyri
Togarar Samherja á Pollinum á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Samanburður á samningum um aflaheimildir í Namibíu leiðir í ljós að Samherji greiddi markaðsverð fyrir kvóta sem félagið leigði í landinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja í tilefni af umfjöllun um rekstur félagsins í Namibíu.

„Ávirðingar sem settar hafa verið fram um verð fyrir leigu á aflaheimildum tengjast ásökunum um að dótturfélög Samherja hafi greitt mútur til að tryggja sér aflaheimildir langt undir markaðsverði,“ segir í tilkynningunni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu, ekki hafa haft í heiðri gildi félagsins og starfsreglur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert