Lengi haft áhuga á refsiréttinum

Mette Yvonne Larsen spáir 13 til 15 ára dómi í …
Mette Yvonne Larsen spáir 13 til 15 ára dómi í Mehamn-málinu. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

„Mér finnst þetta bara hafa gengið ágæt­lega í vik­unni. Ég er mjög sátt við héraðsdóm­ar­ann [Kåre Skog­nes] og hvernig hann tek­ur á mál­inu, hvort tveggja hann og meðdóm­end­ur hans eru mjög fag­leg­ir.“

Þetta sagði Mette Yvonne Lar­sen, rétt­ar­gæslu­lögmaður Elene Unde­land og annarra brotaþola í Mehamn-mál­inu, í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir að mál­flutn­ingi lauk fyr­ir Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur í gær­kvöldi.

Kom að Brei­vik-mál­inu

„Ég hef unnið mikið með barna­rétt en hef einnig alltaf verið mjög áhuga­söm um refsirétt og reynd­ar ekki verið rétt­ar­gæslu­lögmaður í mörg­um mál­um, ég er oft­ast verj­andi,“ sagði Lar­sen sem hef­ur marga fjör­una sopið í rétt­ar­saln­um, en hún var einn rétt­ar­gæslu­manna fórn­ar­lamba And­ers Behring Brei­vik eft­ir fjölda­morð hans í Ósló og í Útey sum­arið 2011.

„Eft­ir að sprengj­an sprakk á föstu­deg­in­um fékk ég sím­tal um miðjan dag á laug­ar­deg­in­um [23. júlí 2011] og svo var ég kom­in á fullt í þetta. Það mál var nátt­úru­lega ákaf­lega þungt og marg­ir sem áttu þar um sárt að binda,“ sagði Lar­sen, „of­beldið hér hef­ur verið að aukast og eins er það orðið gróf­ara að því er virðist alls staðar á Norður­lönd­un­um, það er helst að í Svíþjóð sé ástandið áber­andi verst, þar eru svo marg­ar skotárás­ir,“ sagði Lar­sen. „Varðandi þetta mál núna stend ég við það sem ég sagði við þig þegar við töluðum sam­an í janú­ar, 13 til 14 ára fang­els­is­dóm hið minnsta og verði einnig sak­fellt fyr­ir hót­an­irn­ar gæti end­an­leg niðurstaða orðið 14 eða 15 ár,“ sagði Mette Yvonne Lar­sen rétt­ar­gæslu­lögmaður í sam­tali við Morg­un­blaðið í Vadsø í gær­kvöldi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert