Órói á vinnumarkaði

Lífskjarasamningur undirritaður.
Lífskjarasamningur undirritaður. mbl.is/Hari

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra ætl­ar að boða deiluaðila á vinnu­markaði á sinn fund til að fara yfir stöðuna. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sögðu í gær að for­send­ur lífs­kjara­samn­ings­ins væru brostn­ar og því þyrfti að grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana.

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, er á önd­verðum meiði og seg­ir það munu senda mjög al­var­leg skila­boð út í sam­fé­lagið ef launa­hækk­an­ir verði fryst­ar.

„Við mun­um boða þessa aðila til fund­ar, til að fara yfir stöðuna með þeim sam­eig­in­lega,“ seg­ir Katrín í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Því það er al­veg ljóst að ef það stefn­ir í átök á vinnu­markaði, þá er það mikið áhyggju­efni í þeirri stöðu sem blas­ir við í sam­fé­lag­inu núna, vegna heims­far­ald­urs og af­leiðinga hans,“ bæt­ir hún við. Spurð hvort það sé afstaða stjórn­valda, að for­send­ur kjara­samn­inga séu ekki brostn­ar, seg­ir Katrín:

„Það ligg­ur al­gjör­lega fyr­ir að hvað stjórn­völd varðar þá telj­um við okk­ur hafa staðið við all­ar þær yf­ir­lýs­ing­ar sem við gáf­um í tengsl­um við kjara­samn­inga. Við höf­um lagt áherslu á það, að allt það sem við gáf­um yf­ir­lýs­ingu um hef­ur annaðhvort gengið eft­ir á samn­ings­tím­an­um eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðil­anna sjálfra að meta for­send­urn­ar sín á milli.“

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir að boðað verði til at­kvæðagreiðslu meðal aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna um hvort segja eigi lífs­kjara­samn­ingn­um upp. Að hans sögn mun þeirri at­kvæðagreiðslu ljúka í síðasta lagi á þriðju­dag. ASÍ hafi hafnað beiðni SA um sam­starf þar sem leita átti lausna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert