Reynt að ljúka stofnanasamningum

Hjúkrungarfræðingar á þönum á bráðadeild Landspítala.
Hjúkrungarfræðingar á þönum á bráðadeild Landspítala. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höldum baráttunni áfram. Með niðurstöðu gerðardóms fengum við verkefnið til baka. Nú reynum við að ljúka ferlinu með því að klára stofnanasamninga við heilbrigðisstofnanir til að hjúkrunarfræðingar sjái endanlega hver laun þeirra eru,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Félagið hefur sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við menntun, ábyrgð í starfi og framlag til heilbrigðisþjónustu.

Guðbjörg segir að úrskurður gerðardómsins bæti ekki úr því. Vísar hún í greinargerð með úrskurði gerðardómsins þar sem meðal annars kemur fram að dómurinn telur að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Sérstaklega eigi það við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá séu þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert