Tvær þjóðir í landinu

Þorgerður Katrín formaður á setningu stafræns landsþings Viðreisnar.
Þorgerður Katrín formaður á setningu stafræns landsþings Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þess­ari kreppu fylg­ir mis­skipt­ing,“ sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, áfram­hald­andi formaður Viðreisn­ar, í setn­ing­ar­ræðu sta­f­ræns landsþings Viðreisn­ar í Hörpu í dag, en Þor­gerður var end­ur­kjör­inn formaður flokks­ins með 341 at­kvæði af 363 skömmu eft­ir setn­ing­ar­ræðuna.

„Sum­ar at­vinnu­grein­ar hrynja. Aðrar þríf­ast bet­ur og sum­ar vel. Marg­ir hafa misst vinn­una og lífsviður­væri sitt og við skynj­um sterkt að ferðaþjón­ust­an, menn­ing­ar- og list­a­starf­semi og veit­ing­a­rekst­ur hef­ur orðið fyr­ir þungu höggi. Það sama gild­ir um ákveðin byggðalög. Það eru allt í einu tvær þjóðir í land­inu: Þjóðin, sem krepp­an bít­ur – og bít­ur fast, og þjóðin sem krepp­an læt­ur enn sem komið er í friði,“ sagði Þor­gerður og að á slík­um stund­um reyndi á hvort við vild­um sýna að við vær­um ein, sterk þjóð, hvort við vild­um sýna að við gæt­um sótt styrk og ör­yggi í sam­starfi með öðrum þjóðum og hvort ætl­un okk­ar sé að sækja fram en ekki staðna.

Til viðbót­ar við þau stóru verk­efni að verja heil­brigði og efna­hag þjóðar­inn­ar í ljósi kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sagði Þor­gerður að til lengri tíma litið væri þriðja stóra verk­efnið að verja líðan þjóðar­inn­ar.

Ekki á móti til að vera á móti

„Hver var afstaða Viðreisn­ar? Við buðum upp á sam­vinnu til þess að stjórn­mál­in gætu axlað sam­eig­in­lega ábyrgð á erfiðum ákvörðunum. Því við trúðum því í ein­lægni að í sam­stöðunni fæl­ist dýr­mæt­ur kraft­ur til upp­bygg­ing­ar og sam­heldni með minni hættu á sam­fé­lags­rofi og til­heyr­andi af­leiðing­um. Rík­is­stjórn­in kaus að fara aðrar leiðir. Það breytti ekki okk­ar sýn. Vegna þess að Viðreisn er stjórn­mála­afl sem þorir að fara ótroðnar slóðir. Vera ekki á móti ein­göngu til að vera á móti líkt og fyrri tíma stjórn­mála­menn hafa pre­dikað. 

Þegar komið hafi að aðgerðum í þágu at­vinnu­lífs­ins hafi Viðreisn stutt heils­hug­ar þá mik­il­vægu hugs­un sem rík­is­stjórn­in boðaði í upp­hafi far­ald­urs: að gera frek­ar meira en minna og gera hlut­ina strax frek­ar en seinna.

„Við gát­um því ekki leynt von­brigðum okk­ar þegar í ljós kom að það sem stjórn­ar­flokk­arn­ir gátu komið sér sam­an um var frek­ar minna en meira og frem­ur í seinna fall­inu en strax.“

„Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur var reist á þeirri einu hugs­un að halda hlut­um óbreytt­um. Veik­leiki henn­ar verður aug­ljós þegar óvænt­ar aðstæður og áskor­an­ir koma upp, því stjórn kyrr­stöðunn­ar er ekki best til þess fall­in að bregðast hratt og ör­ugg­lega við. Hvað þá að taka djarf­ar ákv­arðanir. Taka stór skref. En auðvitað er það þannig að í ham­förum eins og þess­um kemst eng­in rík­is­stjórn hjá því að gera ein­hver mis­tök. En rík­is­stjórn­in hefði kom­ist bet­ur frá hlut­un­um ef hún hefði fylgt eft­ir sín­um eig­in mark­miðum og yf­ir­lýs­ing­um: Þið munið - að taka stór skref strax. Að gera meira frek­ar en minna,“ sagði Þor­gerður. 

Svig­rúmið væri hins veg­ar enn til staðar. Enn væri hægt að bregðast bet­ur við, og nefndi hún þar nokk­ur áherslu­efni Viðreisn­ar: lækk­un trygg­ing­ar­gjalds, að ráðast í arðbær­ar fjár­fest­ing­ar og verk­efni rík­is­ins um allt land og setja kraft í upp­bygg­ingu raf­orku­kerf­is­ins og annarra innviða svo Ísland verði fremst í flokki í vist­væn­um sam­göng­um og ra­f­rænni þjón­ustu.

„Og við vilj­um leggja áherslu á aðgerðir sem henta kon­um jafnt sem körl­um, ungu fólki og þeim sem eldri eru, horf­um til lands­byggðar sem og höfuðborg­ar. Hætt­um að etja sam­an ólík­um lands­hlut­um og styðjum nauðsyn­lega upp­bygg­ingu þar sem tæki­fær­in fel­ast. Borg­ar­lín­an, grænt lax­eldi, líf­tækni, stór­felld kol­efnis­jöfn­un, sam­göng­ur í lofti, á láði og legi, ferðaþjón­usta, list­ir og ný­sköp­un. Eitt verk­efni úti­lok­ar ekki önn­ur. Það er ekki stjórn­valda að velja einn sig­ur­veg­ara held­ur skapa um­gjörð sem þarf til að þeir geti orðið marg­ir og á öll­um sviðum um land allt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert