Vissi ekki hvort Gunnari væri alvara

Kåre Skognes héraðsdómari, fyrir miðju, er hann setti réttarhöldin.
Kåre Skognes héraðsdómari, fyrir miðju, er hann setti réttarhöldin. Ljósmynd/Erik Brenli/iFinnmark

Vin­ir Gunn­ars Jó­hanns Gunn­ars­son­ar, sem er ákærður fyr­ir að hafa skotið hálf­bróður sinn til bana í norska bæn­um Mehamn í fyrra, drógu hann út á lífið og ætluðu að reyna að hressa hann við kvöldið fyr­ir at­b­urðinn.

„Ég talaði við hann tveim­ur klukku­stund­um áður en við fór­um í bæ­inn. Hann sagði mér hvernig hon­um leið og að hann vildi drepa bróður sinn,“ sagði vin­ur Gunn­ars fyr­ir dómi í gær, að því er norski vef­ur­inn NRK greindi frá.

Vin­ur­inn sagðist ekki hafa áttað sig á hvort hon­um væri al­vara eða ekki. „Mér fannst eins og hann vildi gera þetta, já, en að hugsa um það og langa til þess er ekki það sama og að fram­kvæma það,“ bætti hann við.

Vin­ur­inn kvaðst ekk­ert muna í tengsl­um við byss­una sem Gísli Þór Þór­ar­ins­son var skot­inn með en í yf­ir­heyrslu dag­inn eft­ir at­b­urðinn sagði hann Gunn­ar hafa sagst ætla að nota hana.

Gunn­ar seg­ist ekki hafa myrt Gísla Þór. Hann seg­ir að skot hafi hlaupið úr byssu sinni fyr­ir slysni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert