Allir fái tengingu við ljósleiðara

Strengir plægðir í jörð.
Strengir plægðir í jörð. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Íbúar í Mosfellsdal eru óánægðir með að aðeins hluti heimila í dalnum skuli fá niðurgreidda ljósleiðaratengingu. Hafa íbúasamtökin Víghóll óskað eftir því að Mosfellsbær niðurgreiði allar ljósleiðaratengingar í dalnum.

Bæjarstjórinn segir að bærinn hafi fengið styrk frá fjarskiptasjóði til að leggja ljósleiðara þangað sem ekki er ljósnet fyrir og greiði mótframlag samkvæmt reglum sjóðsins.

Fjarskiptasjóður hefur styrkt lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Mosfellsbær sótti um styrk til að ljósleiðaravæða dreifbýli í hreppnum og fékk samþykktan 10 milljóna króna styrk fyrir 22 heimili og atvinnufyrirtæki og ráðgerir að leggja jafnháa fjárhæð til verkefnisins. Stuðningur fjarskiptasjóðs nær einungis til staða sem ekki hafa aðgang að ljósnetinu, samkvæmt ákveðinni skilgreiningu. Flest heimilanna eru í Mosfellsdal en einhver annars staðar í bæjarfélaginu. Samið var við Mílu, að afloknu útboði, um að annast framkvæmdina og ákvað hún að bæta við einhverjum stöðum sem ekki teljast styrkhæfir, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert