Björt tívolíljós blika við Fífuna í Kópavogi

Tívolíið í Kópavogi.
Tívolíið í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið sjónarspil er nú að finna við Fífuna í Kópavogi en þar hefur tívolí hins breska Taylors verið opnað; betur þekkt sem Taylors-tívolí.

Það mun standa opið eitthvað áfram og verður opið frá klukkan tvö síðdegis og til klukkan tíu að kvöldi yfir helgina.

Tívolí Taylors hefur verið á nokkru ferðalagi í sumar og í haust en það stóð áður í Hafnarfirði og á Akureyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert