Dýrara að leigja stæði en íbúð

Vinsælt er að geyma bíla í langtímastæðum á Keflavíkurflugvelli þegar …
Vinsælt er að geyma bíla í langtímastæðum á Keflavíkurflugvelli þegar fólk fer til útlanda. Verðskrá Isavia hefur hækkað á síðustu árum. mbl.is/Hilmar Bragi

Sé leiguverð á hvern fermetra á langtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll borið saman við leiguverð á fasteignamarkaði er leiguverð við flugvöllinn hærra en meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur.

Hver sólarhringur í langtímastæði kostar 1.750 krónur í fyrstu vikunni, 1.350 krónur í annarri viku og 1.200 krónur í þeirri þriðju. Ef gert er ráð fyrir 30 dögum í stæði hljóðar kostnaðurinn því upp á 40.990 með meðalverði upp á 1.363 krónur á sólarhring. Hvert bílastæði er 11,5 fermetrar og fermetraverðið því rúmar 3.550 krónur á tímabilinu. Meðalleiguverð á hvern fermetra í þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur var 3.291 króna í júní síðastliðnum.

Hækkanir á verðskrá á langtímabílastæðum hjá Isavia hafa verið allt að 300% frá árinu 2015.

Í heild eru bílastæði á langtímasvæði 2.366 talsins en þeim fjölgaði um 300 árið 2016, að því er fram kemur í umfjöllun um bílastæðamál á Keflavíkurflugvelli í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert