Gjaldskyld stæði við „Húð og kyn“

Núna eru tvö gjaldskyld svæði vestan megin spítalans.
Núna eru tvö gjaldskyld svæði vestan megin spítalans. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að taka upp gjaldskyldu á nokkrum bílastæðum við húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi.

Með bréfi dagsettu 2. mars 2020 óskaði Landspítalinn eftir því við Bílastæðasjóð Reykjavíkur að fjölga gjaldskyldum bílastæðum vegna aukins álags á spítalann. Á lóð Landspítalans í Fossvogi eru nú þegar tvö stæði með gjaldskyldum svæðum og eru þau staðsett vestan megin við spítalann.

Austan megin við spítalann er húð- og kynsjúkdómadeildin í sjálfstæðri byggingu og því langur gangur frá stæðunum vestan megin spítalans að deildinni. Spítalinn metur það svo að með því að taka upp gjaldskyldu austan megin sé verið að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Gjaldskyldutími verður virka daga frá kl. 8-16, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert