Hvítir eru Vestfirðir

Hvítt teppi snævar liggur yfir fjöllum á Vestfjarðakjálkanum.
Hvítt teppi snævar liggur yfir fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Ljósmynd/Þráinn Hafsteinsson

Hvítt teppi fyrsta snæv­ar vetr­ar­ins ligg­ur nú yfir fjöll­um á Vest­fjarðakjálk­an­um, svo and­stæður í lit­brigðum jarðar verða einkar sterk­ar.

„Við feng­um ein­stakt út­sýni,“ sagði Þrá­inn Haf­steins­son flug­stjóri hjá Erni sem tók þessa mynd yfir Breiðafirði. Á henni eru stærst­ir Kolla­fjörður lengt til vinstri, þá Kvíg­ind­is­fjörður og svo Skálmar­fjörður og upp af þeim há­slétta Vest­fjarða.

Í dag má bú­ast við rign­ingu á Vest­ur­landi og sunn­an­lands, mest und­ir Eyja­fjöll­um og í Mýr­dal. Norðan- og aust­an­lands verður hlý sunna­nátt og yf­ir­leitt þurrt.

Á morg­un, sunnu­dag, stytt­ir upp á land­inu vest­an­verðu, áfram rign­ir sunn­an­lands og aust­ur með strönd­inni og vætt gæti á Norður­landi. Á sunnu­dags­kvöld kóln­ar í veðri, en töl­ur fara tæp­lega í mín­us.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert