Þriðja bylgjan hefur áhrif á verð á fiski

Löndun Togarinn Breki við bryggju í Vestmannaeyjum fyrr á árinu.
Löndun Togarinn Breki við bryggju í Vestmannaeyjum fyrr á árinu. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Í ljósi lækkandi verðs og minni spurnar eftir ferskum fiski í Bretlandi og víðar í Evrópu var ákveðið að hætta við útflutning á um 35 tonnum frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum á fimmtudag.

Fiskurinn var kominn í gáma á bryggjunni í Eyjum og skip frá Eimskip var í innsiglunni þegar þessi ákvörðun var tekin.

Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV, segir í Morgunblaðinu í dag, að svo virðist sem þriðja bylgja kórónuveikinnar sé að koma með þunga í mörgum Evrópulöndum, hliðstætt því sem sé að gerast hér á landi. Ekki sé langt síðan menn hafi haldið að faraldurinn væri í rénun, en mikil breyting hefði orðið á síðustu tvær vikur. Verð hefði verið gott fram eftir hausti, en síðan lækkað mikið á mörkuðum um miðja þessa viku og búist sé við frekari lækkunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert