Stjórnvöld munu funda með fulltrúum ASÍ í Ráðherrabústaðnum síðar í dag vegna lífskjarasamningsins.
Þetta staðfestir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem vildi annars ekkert tjá sig um fundinn, sem hefst klukkan 14.30.
Fyrir helgi greindi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra frá því að hún ætlaði sér að funda með deiluaðilum á vinnumarkaði í sitt hvoru lagi.