Tuttugu ný kórónuveirusmit

Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Tuttugu ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af fimmtán hjá þeim sem höfðu farið í sýnatöku vegna einkenna. 

Þetta kemur fram á covid.is.

Alls voru tólf í sóttkví við greiningu. Fjögur smit greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í öllum tilvikunum. 

Fjórir liggja á Landspítalanum, þar af einn á gjörgæslu, eins og mbl.is greindi frá fyrr í morgun. 

455 eru í einangrun, sem er fjölgun um 20 frá því í gær. Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, eða 398, en fólk er í einangrun í öllum landshlutum. Tekin voru 1.681 sýni, þar af 646 einkennasýni og 707 í landamæraskimun 1 og 2. Í sóttkví eru 1.895 manns og í skimunarsóttkví eru 1.614. 

Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga er komið í 118,1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert