Kvikustreymi í Bárðarbungu

Bárðarbunga Gufubólstur steig upp úr sigkatlinum.
Bárðarbunga Gufubólstur steig upp úr sigkatlinum. Landhelgisgæslan/TF-SIF

Jarðskjálfti, 4,8 að styrk, varð í austanverðri Bárðarbungu laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Nokkrir minni skjálftar komu í eftirleiknum.

Síðast urðu skjálftar af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu í janúar og apríl á þessu ári, sá öflugasti sömuleiðis 4,8 að stærð. Gufa steig upp úr öðrum sigkatlinum í Bárðarbunguöskjunni þegar flugvél Landhelgisgæslu fór þar yfir í fyrri viku og myndir voru teknar.

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við HÍ, segir skjálftana nú vera hluta af langvarandi atburðarás. Eldgosið í Holuhrauni haustið 2014 hafi tengst miklum umbrotum í eldstöðinni undir Bárðarbungu.

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur.
Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert