Lýsa upp skammdegið með jólaljósum

Upplýsta húsið í Garðarbæ.
Upplýsta húsið í Garðarbæ. mbl.is/Árni Sæberg

Ómar Valdimarsson og Margrét Ýr Ingimarsdóttir eru snemma í því hvað varðar jólaskreytingar en hér má sjá hús þeirra í Garðabæ prýtt jólaljósum. Ómar segir að þau hjónin séu yfirleitt búin að setja jólaljósin upp snemma.

„Okkur finnst ágætt að fá aðeins meiri birtu í lífið þegar það er byrjað að rökkva. Það er gaman að þessu, fólk heldur að við séum snarklikkuð en þetta er nú aðallega upp á gamnið. Til að fá meiri birtu í skammdeginu,“ segir Ómar í Morgunblaðinu í dag.

Hjá garðyrkjufyrirtækjum sem setja upp jólaskreytingar fást þau svör að þróunin sé í þá átt að byrjað sé fyrr að skreyta fyrir hátíðina. Almennt sé fólk einfaldlega að lýsa upp skammdegið og fá birtu í lífið og tilveruna, nú þegar sólargangur styttist með hverjum deginum .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert