Átta aðgerða pakki ríkisstjórnarinnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir aðgerðir stjórnvalda.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir aðgerðir stjórnvalda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt átta aðgerða pakka sem ætlað er að stuðla að fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um stöðug­leika í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­inn.

Þar á meðal eru aðgerðir sem kynnt­ar verða í tengsl­um við fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps og fjár­mála­áætl­un­ar í lok vik­unn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu

Heild­ar­út­gjöld vegna aðgerðanna geta numið allt að 25 millj­örðum króna, að því er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra greindi frá á blaðamanna­fundi. Það er háð óvissu því eft­ir á að sjá hvernig geng­ur að nýta úrræðin.

„All­ir vinna“ fram­lengt

Full end­ur­greiðsla virðis­auka­skatts af vinnu und­ir átak­inu „All­ir vinna“ verður fram­lengd út árið 2021. Áætlaður kostnaður við end­ur­greiðsluna nem­ur um átta millj­örðum króna.

Tíma­bund­in lækk­un trygg­inga­gjalds

Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið, í því skyni að milda áhrif af þeim launa­hækk­un­um sem samið var um í lífs­kjara­samn­ingn­um og koma til fram­kvæmda um næstu ára­mót, að lækka trygg­inga­gjald tíma­bundið í eitt ár, eða til loka árs­ins 2021. Lækk­un­in nem­ur 0,25 pró­sentu­stig.

Mun lækk­un trygg­inga­gjalds jafn­gilda því að gjaldið verði ekki tekið af kjara­samn­ings­bundn­um launa­hækk­un­um sem koma til fram­kvæmda um kom­andi ára­mót. Kostnaður við lækk­un trygg­inga­gjalds­ins nem­ur um fjór­um millj­örðum króna, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Nán­ar um aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar upp úr til­kynn­ingu:

Fjár­stuðning­ur við rekstr­araðila sem orðið hafa fyr­ir veru­legu tekju­falli 

Þegar hafa verið lög­fest marg­háttuð úrræði til stuðnings at­vinnu­starf­semi. Má þar nefna hlutastar­fa­leið, greiðslu launa í upp­sagn­ar­fresti, lok­un­ar­styrki, viðbót­ar- og stuðningslán, greiðslu­skjól og rík­is­ábyrgðir. Fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa jafn­framt fengið stór­aukið svig­rúm til að standa við bakið á rekstr­araðilum. Mik­il­vægt er að þessi úrræði kom­ist að fullu til fram­kvæmda.

Stjórn­völd hafa að und­an­förnu og í kjöl­far hertra sótt­varn­aráðstaf­ana hugað sér­stak­lega að stöðu þeirra rekstr­araðila sem orðið hafa fyr­ir veru­legu tekju­falli vegna far­ald­urs­ins með það fyr­ir aug­um að tryggja eins og nokk­ur er kost­ur að fyr­ir hendi sé sú geta sem nauðsyn­leg er til að stuðla að kröft­ugri viðspyrnu þegar úr ræt­ist. Verður horft til þess að veita beina styrki til fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyr­ir tekju­hruni vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Með slík­um styrkj­um er horft til þess að hægt sé að viðhalda nauðsyn­legri lág­marks­starf­semi á meðan áhrifa far­ald­urs­ins gæt­ir og með því eru viðskipta­sam­bönd varðveitt og viðbúnaður tryggður. Gert er ráð fyr­ir að styrk­ir geti numið um 6 millj­örðum króna. Miðað er við að áætlan­ir þar að lút­andi verði und­ir­bún­ar á næstu vik­um og lagðar fyr­ir Alþingi eigi síðar en við fram­lagn­ingu frum­varps til fjár­auka­laga.

Skattaí­viln­an­ir til fjár­fest­inga

Unnið er að út­færslu á skatta­leg­um aðgerðum sem hafa það að mark­miði að hvetja og styðja fyr­ir­tæki til fjár­fest­inga sem ætlað er að efla ný­sköp­un og sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins. Er þar horft til þess að flýta af­skrift­um á ný­fjár­fest­ingu, með áherslu á græna umbreyt­ingu og lofts­lags­mark­mið, sem ger­ir fyr­ir­tækj­um kleift að ráðast í slík­ar fjár­fest­ing­ar mun fyrr en ella. Jafn­framt verða skoðaðar leiðir til að hvetja til þátt­töku al­menn­ings í at­vinnu­líf­inu með kaup­um á hluta­bréf­um.

Auk­in áhersla á ný­sköp­un og mat­væla­fram­leiðslu

Í tengsl­um við gerð fjár­laga­frum­varps­ins hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að fram­lög til ný­sköp­un­ar­mála verði stór­auk­in milli ára eða sem nem­ur liðlega fimm millj­örðum króna sam­an­borið við yf­ir­stand­andi ár og tíu millj­örðum króna í sam­an­b­urði við árin þar á und­an. Hér má nefna stofn­un Kríu, fjár­fest­ing­ar­sjóðs sem er ætlað að stuðla að upp­bygg­ingu, vexti og auk­inni sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins. Auk þess hafa íviln­an­ir til fyr­ir­tækja vegna rann­sókna og þró­un­ar­starfs verið ríf­lega þre­faldaðar frá ár­inu 2017. Þá hafa fram­lög til ný­sköp­un­ar í mat­væla­fram­leiðslu auk­ist um­tals­vert, m.a. með stofn­un Mat­væla­sjóðs. Rík­is­stjórn­in mun í því sam­hengi kanna sér­stak­lega hag­kvæmni og skil­virkni í mat­væla­fram­leiðslu.

Úrbæt­ur á skipu­lags- og bygg­inga­mál­um

Rík­is­stjórn­in mun hrinda í fram­kvæmd úr­bót­um í skipu­lags- og bygg­inga­mál­um, m.a. með hliðsjón af niður­stöðum átaks­hóps í hús­næðismál­um og ráðgef­andi vinnu OECD fyr­ir stjórn­völd um sam­keppn­is­hindr­an­ir á mörkuðum.

Um­bæt­ur á líf­eyri­s­kerf­inu og á vinnu­markaði

Í fram­haldi af því sem fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem gef­in var út í tengsl­um við Lífs­kjara­samn­ing­inn og sam­töl­um við heild­ar­sam­tök á vinnu­markaði mun áður kynnt frum­varp um lög­fest­ingu iðgjalds, jafn­ræði sjóðfé­laga með til­liti til al­manna­trygg­inga og heim­ild­ir til ráðstöf­un­ar til­greindr­ar sér­eign­ar í tengsl­um við öfl­un hús­næðis verða lagt fram á haustþingi. Rík­is­stjórn­in mun í fram­haldi af því hafa for­ystu um að stefnu­mörk­un í líf­eyr­is­mál­um í nánu sam­starfi við heild­ar­sam­tök á vinnu­markaði og Lands­sam­band líf­eyr­is­sjóða. Stefnt er að því að afrakst­ur þess sam­ráðs verði græn­bók um líf­eyr­is­mál sem kynnt verði vorið 2021. Jafn­framt muni rík­is­stjórn­in hafa for­ystu um gerð græn­bók­ar um framtíðar­um­hverfi kjara­samn­inga og vinnu­markaðsmá­la í nánu sam­starfi við heild­ar­sam­tök á vinnu­markaði. Stefnt er að því að græn­bók­in um vinnu­markað verði sömu­leiðis kynnt vorið 2021.

Frum­vörp sem styðja Lífs­kjara­samn­ing­inn lögð fram

Í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem gef­in var út í tengsl­um við Lífs­kjara­samn­ing­inn verða frum­varp til starfs­kjara­laga, frum­varp til húsa­leigu­laga, frum­varp til laga um breyt­ing­ar á gjaldþrota­skipt­um (kenni­töluflakk) og frum­varp um  breyt­ing­ar á lög­um um vexti og verðtrygg­ingu lögð fram á haustþingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert