Framúrskarandi ferðaþjónustufyrirtækjum fækkar

Skemmtiferðaskip í Grundarfirði.
Skemmtiferðaskip í Grundarfirði. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Fyrstu tölur yfir fyrirtæki á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo benda til þess að færri ferðaþjónustufyrirtæki verði þar í ár en í fyrra.

Að sögn Gunnars Gunnarssonar, forstöðumanns greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, voru ferðaþjónustufyrirtæki 10% af listanum í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Listi yfir framúrskarandi fyrirtæki verðlaunar fyrirtæki fyrir rekstrartölur 2019, en einnig er tekið mið af lánshæfismati fyrirtækja eins og það er í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert