Herjólfur í skoðun í slipp í þrjár vikur

Nýi Herjólfur í þurrkví í Hafnarfirði.
Nýi Herjólfur í þurrkví í Hafnarfirði. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fór í þurrkví í Hafnarfirði í gær. Þar fer fram ábyrgðarskoðun, í samræmi við smíðasamning. Gert er ráð fyrir að skipið verði frá í um það bil þrjár vikur og leysir Herjólfur III það af á meðan. Fór sá gamli fyrstu ferðina í Landeyjahöfn í fyrradag.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að frá því skipið kom til landsins hafi komið upp ýmis mál, stór og smá, sem þurfi að fara yfir og lagfæra. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar og viðeigandi undirverktaka komi til landsins til að fara yfir þessi atriði. Meðal atriða sem lagfæra þarf er loftræsting í rými fyrir rafhlöður skipsins. Ekkert atriði er það stórt að skipið hafi ekki getað siglt.

Gamli Herjólfur er djúpristari en sá nýi. Er nægilegt dýpi í Landeyjahöfn, eins og er, og verður fylgst með þróun mála. Guðbjartur segir að hann sé hins vegar viðkvæmari fyrir sjólagi og veðri en nýrra skipið. Verður að koma í ljós hvernig þau mál þróast næstu vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert