Hillir undir dóm í Mehamn-máli

Kåre Skognes héraðsdómari stimplaði sig inn hjá að minnsta kosti …
Kåre Skognes héraðsdómari stimplaði sig inn hjá að minnsta kosti hluta viðstaddra sem ákaflega huggulegur gestgjafi dómstólsins. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Í dag er runn­inn upp loka­dag­ur aðalmeðferðar í Mehamn-mál­inu fyr­ir Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø í Nor­egi. Munu sækj­andi og verj­andi máls­ins, þeir Tor­stein Lindquister og Bjørn Andre Gulstad, þá flytja lokaræður sín­ar í mál­inu frammi fyr­ir Kåre Skog­nes héraðsdóm­ara, meðdóm­end­um hans og öðrum sem fylgj­ast með mál­inu og Skog­nes ljúka aðalmeðferðinni með því að til­kynna dag­setn­ingu dóms­upp­kvaðning­ar í mál­inu.

Rétt­ar­hlé var haldið í gær og því eng­inn mál­flutn­ing­ur þann dag­inn, en þá fimm daga sem aðalmeðferðin stóð í síðustu viku var dag­skrá­in þétt­skipuð. Fyrsta dag­inn flutti Elena Unde­land, kær­asta Gísla Þórs Þór­ar­ins­son­ar heit­ins, vitn­is­b­urð sinn og svaraði þar fjölda spurn­inga héraðsdóm­ara, sækj­anda, verj­anda og síns rétt­ar­gæslu­lög­manns, Mette Yvonne Lar­sen.

Fengu viðstadd­ir þar með að heyra frá­sögn henn­ar af at­b­urðum síðustu dag­ana fyr­ir at­lög­una að Gísla Þór, 27. apríl í fyrra, hót­un­um ákærða í garð þeirra Gísla og henn­ar upp­lif­un af morgn­in­um ör­laga­ríka.

Því næst gaf ákærði í mál­inu, Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son, sína framb­urðar­skýrslu, kvaðst játa sig sek­an um mann­dráp af gá­leysi, ekki ásetn­ingi eins og ákær­an hljóðar upp á, og játaði sök í öll­um öðrum ákæru­liðum, líf­láts­hót­un­um, hús­broti á heim­ili hálf­bróður síns, stuldi á bif­reið hans og akstri und­ir áhrif­um. Gerði Gunn­ar Jó­hann ít­ar­lega grein fyr­ir líðan sinni síðustu dag­ana fyr­ir voðaat­b­urðinn og sagði svo frá því hvernig hann hefði farið um borð í bát sem hann hefði haft aðgang að og sótt þar tví­hleypta hagla­byssu af hlaup­vídd­inni 12 ga. áður en hann hélt á heim­ili hálf­bróður síns á sjötta tím­an­um um morg­un­inn og beið hans þar.

Sjá baksviðsgrein um rétt­ar­haldið í Mehamn í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert