„Þetta er ótrú­leg staða að vera í“

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/ASÍ

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að útspil ríkisstjórnarinnar í morgun er hún kynnti átta aðgerðir til að stuðla að stöðugleika í tengslum við lífskjarasamninginn, hafi verið fyrirsjáanlegt að mörgu leyti.

„Þetta er ótrúleg staða að vera í. Atvinnurekendur halda í alvöru að það sé skynsamlegt að boða til ófriðar á vinnumarkaði,“ segir Drífa.

Spurð hvað gerist núna í framhaldinu segir hún að ASÍ hafi lagt áherslu á að atvinnurekendur þurfi að fara að sýna ábyrgð og láta lífskjarasamninginn standa.

ASÍ krefst jafnframt aðkomu að því hvernig þessar átta aðgerðir verði framkvæmdar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert